Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

VF í 40 ár: Gamla búðin í gömlu fréttinni
Sunnudagur 17. janúar 2021 kl. 07:09

VF í 40 ár: Gamla búðin í gömlu fréttinni

Það eru liðin 40 ár síðan Gamla búð við Duusgötu í Keflavík varð eldi að bráð. Í Víkurfréttum þann 14. janúar 1982 var birt mynd af brunarústunum og þeirri spurningu velt upp hvort húsið verði endurbyggt. Það þótti ekki sjálfsagt í þá daga að endurbyggja hús. Gamla búð er hins vegar menningarverðmæti sem er ein af perlum Reykjanesbæjar í dag.