Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

VF 1988: Á rúntinum
Sunnudagur 31. janúar 2021 kl. 06:25

VF 1988: Á rúntinum

Á morgun er föstudagur. Upp úr klukkan ellefu annað kvöld fara unglingarnir að tínast á Hafnargötuna í Keflavík, á rúntinn eins og flestir kalla það. Unglingarnir fóru líka á rúntinn síðasta föstudag. Það fóru fleiri á „Hafnargöturöltið“ um síðustu helgi, því ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, gerði sér lítið fyrir og dvaldi þar næturlangt (og græddi næturyinnulaun, hálsbólgu og kvef á öllu saman).

Það er föstudagskvöldið 1. júlí. Klukkan var hálf tíu þegar ljósmyndari Víkurfrétta lagði af stað á rúntinn. Hefði svo sem mátt vita það, ekki nokkum að sjá, einungis tvær stelpur að hita upp fyrir kvöldið á tröppunum við Stapafell. Það var lítið annað við því að gera en að fara heím og leggja sig í „hænu“ áður en tekið skildi til leiks við rúntinn. Þegar komið var til leiks að nýju, var bílnum lagt á þægilegum stað, myndavélin og taskan hengd um hálsinn og segulbandið sett í vasann, þar sem það fékk víst að hvíla mest alla nóttina. Jakkanum rennt upp og lagt af stað.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðstæður til myndatöku voru ekki hinar bestu í upphafi ferðarinnar. Sólin var að setjast í vestri og ætlaði að blinda allt og alla er þurftu að horfa eða fara niður Hafnargötuna. Þrátt fyrir að kuldi væri úti, lét kvenþjóðin það ekki á sig fá og voru þó nokkrar í pilsum eða stuttbuxum (kannski að reyna að ganga í augun á strákunum, hver veit?). Hvað sem öllum pilsum líður, þá hafði fjólgað mikið á rúntinum frá því fyrr um kvöldið og því miður voru ansi margri búnir að fá sér sopa af „vökvanum úr mjólkurbúðinni.”

– En hvað eru krakkarnir að gera á Hafnargöturúntinum? Víkurfréttir tóku tali þau Jón Axelsson og Matthildi Finnbogadóttur:

„Við ætlum ekki að dvelja lengi hérna núna. Við erum bara rétt aðeins að kíkja. Það vantar einhvern stað fyrir unglinga, þar sem þeir geta verið á og komið saman. Maður er búinn að fá leið á þessum stað. Við erum orðin þreytt á að ganga hér upp og niður hverja einustu helgi. Þetta er þó í lagi í kvöld, því veðrið er með besta móti,” sögðu þau Jón og Matthildur.

– En er ekki hægt að breyta rúntinum og færa hann til í Keflavík?

„Nei, það er ekki hægt. Það eru búðirnar hérna og stemningin við þetta. Það er hægt að setjast hérna niður. Hafnargatan hefur svona vissan Laugarvegssjarma yfir sér,“ sögðu þau og voru rokin út á lífið á nýjan leik.

Við skulum ekki hafa þetta lesmál mikil lengra, heldur láta myndirnar tala sínu máli. Þetta er rúnturinn að sumrinu til. Hvernig verður hann í vetur? Við skulum bíða og sjá ...

Víkurfréttir • Fimmtudagur 7. júlí 1988

VF.is birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 7. júlí 1988.