Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Upphafið – árstíðaljóð eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Eymundsson í Keflavík
Föstudagur 6. desember 2019 kl. 16:02

Upphafið – árstíðaljóð eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Eymundsson í Keflavík

Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður og ljóðskáld úr Keflavík mun halda upplestur á nýjustu ljóðabók sinni, Upphafið - Árstíðaljóð í Pennanum Eymundsson í Keflavík föstudaginn 6. desember kl. 17.

Gunnhildur hélt nýlega höfundakvöld í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandi Íslands fyrir fullu húsi auk þess sem hún tók þátt í ljóðaupplestri á Óperudögum á Kjarvalsstöðum og í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið og á ljóðakaffi í Vogum. Gunnhildur vann m.a ljóðakeppnina Ljósberann í ár og hefur gefið út fimm ljóðabækur. Hún er með tvíhliða BA gráðu í listasögu og fagurlistum og með meistaragráðu í list- og stjórnun frá Listaháskólanum í Cambridge og er að klára viðbótardiploma í listkennslu nú í desember frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistamaður, sérfræðingur og sýningarstjóri sl. 15 ár og m.a starfað hjá Listasafni Reykjanesbæjar, í Hafnarborg sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi og starfar nú sem listgreinakennari í Myllubakkakskóla. Nú fást ljóðabækurnar í safnbúðum Listasafns Ísland, LIstasafns Reykjavíkur og í Pennanum Eymundsson í Keflavík, Kringlunni, Skólavörðustíg og Austurstræti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.