Mannlíf

Unglingavinnan í hamborgaraveislu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 4. ágúst 2019 kl. 14:00

Unglingavinnan í hamborgaraveislu

Unga fólkið í gulu vestunum, krakkarnir í unglingavinnunni, hafa farið sem stormsveipur um Reykjanesbæ í sumar og gert kraftaverk í að snyrta umhverfið. Stór hópur var að störfum við Vatnsnesveg á dögunum og vakti dugnaðurinn aðdáun starfsfólks Hótels Keflavíkur og KEF restaurant. Hópnum var því boðið í hamborgara, franskar og gos í hádeginu. Allir tóku vel til matar síns og héldu svo áfram með gott dagsverk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þessi kústur er alveg búinn eftir sumarið!