Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Mannlíf

Troðfylltu Keflavíkurkirkju með U2 messu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 7. september 2023 kl. 08:30

Troðfylltu Keflavíkurkirkju með U2 messu

Húsfyllir var í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld þegar kór kirkjunnar bauð til U2 messu. Þetta er í annað sinn sem kórinn heldur U2 messu en síðast var hún haldið árið 2011 þegar Sigurður Ingimarsson, Siggi kapteinn, söng messuna með kórnum.

Núna sömdu kórfélagar og kórstjórinn trúarlega texta við lög írsku hljómsveitarinnar U2 og nokkrir af kórfélögunum sungu einnig einsöng. Arnór Vilbergsson, kórstjóri, útsetti lögin og stjórnaði kórnum.

Kór Keflavíkurkirkju til stuðnings á tónleikunum var hljómsveitin „Sláinte“ sem er skipuð þeim Arnóri B. Vilbergssyni á hljómborð, Sólmundi Friðrikssyni á bassa, Þorvaldi Halldórssyni á trommur og Þorvarði Ólafssyni á gítar.

Kór Keflavíkur stefnir á að fara til Írlands sumarið 2024 með U2 tónleikana. Kórinn falast eftir frjálsum framlögum í ferðasjóðinn en reikningsnúmerið er 0121-05-403612, kt. 530279-0309.

Upptöku frá tónleikunum má sjá í spilaranum hér að neðan.