Mannlíf

Þýskur kór syngur með Vox Felix í Keflavíkurkirkju
Þriðjudagur 21. júlí 2020 kl. 10:27

Þýskur kór syngur með Vox Felix í Keflavíkurkirkju

Þýski æskukórinn FriFraVoce og Suðurnesjakórinn Vox Felix halda saman tónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudagskvöldið 22. júlí kl. 20.00.

Stjórnendur eru Roland Lissmann og Arnór Vilbergsson. „Þýski kórinn óskaði eftir samstarfskór á Íslandi og söngmálastjóri þjóðkirjunnar tengdi hann við okkur í Vox Felix, en við munum svo heimsækja þau í Rheinland Pfalz næsta sumar. Kórarnir eru báðir bornir uppi af kirkjum og syngja fjölbreytta kirkjutónlist, gospel, dægurlög og útsetningar Arnórs á lögum eftir Ásgeir Trausta,“ segir í tilkynningu frá Vox Felix.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Frítt inn er á tónleikana í Keflavíkurkirkju.