Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Mannlíf

Þjóðhátíð sjöunda árið í röð
Föstudagur 3. ágúst 2018 kl. 08:00

Þjóðhátíð sjöunda árið í röð

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Styrmir Gauti Fjeldsted

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Þetta árið verður skellt sér til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð í góðra vina hópi. Tökum alla helgina saman eins og við höfum gert síðastliðin ár.

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Þetta verður sjöunda árið í röð þar sem ég fer á Þjóðhátíð svo það má segja að ég sé mjög vanafastur. Fyrir mitt leyti er hvergi betra að vera þessa helgina.

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Ætla það sé ekki fyrsta Þjóðhátíðin. Að upplifa brekkuna, brekkusönginn og allt hitt í fyrsta skiptið. Veðrið þessa helgina var einnig frábært sem skemmdi ekki fyrir.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Að vera í góðra vina hópi og komast út úr bænum.

Hvað ertu búin að gera í sumar?
Skellti mér í helgarferð til Frankfurt og svo hef ég farið í nokkra veiðitúra. Þar fyrir utan hefur maður verið mikið heima bara að bölva veðrinu.

Hvað er planið eftir sumarið?
Það verður mest lítið held ég bara. Í dag er allavega ekkert sérstakt planað og býst ég ekki við því að það breytist.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna