Bygg
Bygg

Mannlíf

Taktu skrefið!
Miðvikudagur 6. október 2021 kl. 09:46

Taktu skrefið!

Í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ eru íbúum boðið í heimsókn í Duus Safnahús að loknum vinnudegi, fimmtudaginn 7.október kl. 17-19. Sýnt hefur verið fram á að virkni og að hafa nærandi áhugamál hefur mikið forvarnargildi. Íbúar Reykjanesbæjar hafa aðgang að samtímalist og sögu í túninu heima. Notum það og njótum þess. Nú er um að gera að sækja sér innblástur og andlega næringu fyrir helgina með heimsókn á nýjar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Safnstjórar og starfsfólk safnanna taka vel á móti gestum.

Ókeypis aðgangur á þennan viðburð.