Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Mannlíf

Svaf með rúllurnar í hárinu
Fríða Bjarna í heimasaumuðum kjól á fermingardaginn. Séra Björn Jónsson sendi öllum fermingarbörnum heillaskeyti í tilefni dagsins.
Sunnudagur 7. apríl 2019 kl. 11:00

Svaf með rúllurnar í hárinu

-Fríða Bjarnadóttir fermdist árið 1962

„Ég man að það var heilmikill undirbúningur. Við vinkonurnar, Margrét Böðvarsdóttir, fengum alveg eins kjóla sem voru saumaðir á okkur. Svo þurfti maður að sofa með rúllur í hárinu og fara í greiðslu á hárgreiðslustofu eldsnemma um morguninn. Ég var mjög spennt fyrir athöfninni sjálfri en við krakkarnir þurftum að bíða saman í rútu fyrir utan kirkjuna og gengum svo öll inn saman. Við þurftum að læra helling utan að, trúarjátninguna og ýmis vers. Séra Björn Jónsson talaði mikið við okkur um lífið og tilveruna í fermingarundirbúningnum. Ég á mína barnatrú sem hefur fylgt mér og ég vildi ekki vera án. Heima í Miðtúni 6, Keflavík, var mikil veisla þar sem öllum ættingjum og vinum mömmu og pabba var boðið. Mamma mín hafði mikið fyrir öllu og þetta var glæsileg veisla með hnallþórum og alls konar kökum.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna