Nettó
Nettó

Mannlíf

Suðurnesjamenn sólgnir í skötuna
Þeir Maggi og Ingi voru eldhressir og jólalegir.
Miðvikudagur 23. desember 2015 kl. 13:37

Suðurnesjamenn sólgnir í skötuna

Myndir: Skatan stendur alltaf fyrir sínu

Á Suðurnesjum er skata á boðstólnum á Þorláksmessu líkt og um allt land. Mörgum þykir skatan herramannsmatur á meðan aðrir þola lyktina illa. Hefðin er sterk og margir láta sig hafa lyktina til þess að gleðjast í góðra vina hópi og gæða sér á öðru góðgæti samhliða skötunni. Fólk hópaðist að skötuhlaðborðum um víðan völl í Reykjanesbæ eins og sjá mátti þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á ferðinni í hádeginu. Myndir af skötuunnendum má sjá hér að neðan.

Í Officera klúbbnum voru um 250 manns í mat í hádeginu en þar var ýmislegt á boðstólnum fyrir utan skötuna. Hún var mjög góð í ár að sögn viðstaddra sem létu ekkert á sig fá þó hún væri vel kæst.

Á milli 200-300 mann gæddu sér á skötu á Nesvöllum í hádeginu. Þar var fólk á öllum aldri. Hinn ungi Ísak Ísfeld sem var hæstánægður með skötuna sína sem var bleik og í mildari kantinum.

Á Réttinum við Hafnargötu var stanslaus umferð í hádeginu og allir sælir með sína skötu.

Mikill fjöldi lagði leið sína í Offann þar sem í boði var m.a. siginn fiskur, plokkari og saltfiskur auk skötunnar.

Reynir kokkur sagði skötuna góða en vildi jafnvel hafa hana ívið sterkari.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs