Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Mannlíf

Stundum þiggja þau sérríglas á kvöldin
Erla Elísdóttir hóf störf við aðhlynningu árið 2005.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 06:00

Stundum þiggja þau sérríglas á kvöldin

„Ég fæ mjög mikið út úr starfinu og það er gefandi. Íbúar eru mjög þakklátir og einnig aðstandendur þeirra. Ég fæ alltaf stuðning hjá vinnufélögunum en við viljum vinna þetta saman,” segir Erla Elíasdóttir sem starfar við aðhlynningu á Nesvöllum. Að hennar sögn er margt skemmtilegt sem fylgir starfinu.

„Flestir íbúanna vilja láta dúlla við sig, bæði konur og karlar. Konurnar vilja rúllur í hárið og stundum naglalakk. Körlunum finnst einnig gott að láta dúlla við sig og þiggja rakstur. Snerting sem felur í sér hlýju og umhyggju skiptir máli, að sýna fólki virðingu. Kynslóðin sem býr hérna er sú sem fór í spariföt á sunnudögum og þau vilja vera hrein og fín. Stundum sitjum við með þeim og hlustum á tónlist frá fyrri tíð þegar tími gefst til, tónlist sem þau þekkja. Stundum þiggja þau sérríglas á kvöldin. Þá búum við til notalega kvöldstund með lágt spilaðri tónlist og látum þeim líða vel. Það þarf ekki mikið til þess að láta okkur líða vel. Bara það að sitja saman í ró og næði gefur mikið.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs