Nettó
Nettó

Mannlíf

Stofutónleikar Alexöndru
Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova býður á klassíska tónleika heima í stofu.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 07:00

Stofutónleikar Alexöndru

Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova, píanóleikarinn Olga Ermakova og leikona Guðrún Ásmundsdóttir bjóða upp á stofutónleika laugardaginn 30. mars kl. 20:00 að Guðnýjarbraut 21.

Dagskrá verður fjölbreytt og höfðar jafnt til þeirra sem unna klassískri tónlist og þeirra sem hafa gaman af að kynnast klassiskri tónlist á ný. Flutt verða þekkt verk eftir Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachmaninov, Aleksandr Aljabiev, Aleksandr Vlasov og  Dmitry Shostakovich. Guðrún Ásmundsdóttir fer með ljóð og sögur eftir þekkta íslendinga. Listarmenn munu leika og flytja tónlist í einstakri nálægð við áheyrendur. Stofutónleikar eru í samstarfi við Salon Classical tónleika í Pétursborg og tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands „Russian Souvenir“ sem styrkt er af Sendiráði Rússlands á Íslandi.

Stofutónleikarnir eru fyrir aðdáendur klassískrar tónlistar. Dagskrá tónleikana fer fram á íslensku, sungið er á rússnesku og standa tónleikar í rúma klukkustund. Að tónleikum loknum er gestum boðið uppá rússneskt te og rússneskt meðlæti.

Stófutónleikar Alexöndru fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. meðan húsrúm leyfir.

Það er hægt að bóka miða á viðburðinn í gegnum netfangið alexandradreamvoices@icloud.com eða hringja milli kl. 16:00 og 18:00 í síma 894-5254. Vinsamlegast prentið út staðfestingu á miðakaupum og hafið meðferðis á tónleikana.

 

 

 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs