Mannlíf

Stefnan er alltaf sett á einhver ævintýri
Sunnudagur 5. ágúst 2018 kl. 06:00

Stefnan er alltaf sett á einhver ævintýri

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Áshildur Linnet

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Það er ekkert fastmótað en stefnan er alltaf  sett á einhver ævintýri.

Public deli
Public deli

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Nei ég er alls ekki vanaföst og breyti reglulega til. Nú lendir verslunarmannahelgin inn í miðju sumarfríi svo það býður uppá fleiri möguleika til spennandi ferðalaga.

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Ætli það sé ekki bara frá þjóðhátíð þegar ég var 19 ára og fór með vinkonunum. Hún er eftirminnileg bæði vegna þess að þetta var fyrsta stóra útihátíðin og svo líka þar sem það var svo gaman að hitta ættingja mína í Eyjum og borða reyktan lunda og kíkja í kjötsúpu til Siggu frænku í Skuld.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Að ganga hægt um gleðinnar dyr og ganga vel um landið.

Hvað ertu búin að gera í sumar?
Við skelltum okkur til Krítar í sólina og svo höfum við nýtt rigningardagana í endurbætur á heimilinu. Þess á milli er það lestur góðra bóka en ég hef lengi mælt gæði frís í fjölda bóka sem ég næ að lesa.

Hvað er planið eftir sumarið?
Það er fjölskyldulíf, vinnan og bæjarmálin. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er að hefja skólagöngu svo veturinn mun snúast um stafina og fyrsta heimalesturinn. Það er því yndislegur vetur framundan.