Mannlíf

Starfsmannafélag Lögreglunnar á Suðurnesjum gaf spjaldtölvur
Frá afhendingu gjafarinnar.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 4. október 2019 kl. 07:25

Starfsmannafélag Lögreglunnar á Suðurnesjum gaf spjaldtölvur

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á sér öfluga bakhjarla á Suðurnesjum. Heilsugæslunni barst nýverið höfðingleg gjöf frá starfsmannafélagi Lögreglunnar á Suðurnesjum. Um er að ræða þrjár Lenovo-spjaldtölvur í hulstrum, sem ætlaðar eru til að stytta börnum stundir.

Gjöfin var keypt fyrir fjármuni sem söfnuðust á páskabingói sem haldið var fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka lögreglufólki og fjölskyldum þeirra innilega fyrir gjöfina sem mun nýtast yngstu skjólstæðingum stofnunarinnar vel,“ segir í tilkynningu.