ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Mannlíf

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Kristjana Hilmarsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 18. júní 2022 kl. 11:03

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Kristjana Hilmarsdóttir

Kristjana Hilmarsdóttir er sextán ára, hún ætlar að vinna á leikskólanum Gimli í sumar. Auk þess að vinna ætlar Kristjana að nýta sumarfríið sitt í að ferðast erlendis með fjölskyldu sinni. Kristjönu finnst staða ungs fólks á vinnumarkaði vera góð. 

Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu?

Mér finnst svo skemmtilegt að vera með börnum og það að vinna með börnum er svo gefandi og maður lærir margt á því.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Það sem ég geri er allt þetta hefðbundna sem er gert á leikskólum; að leika við krakkana, fara út með þeim, gefa þeim að borða og fara með yngstu krakkana í hvíld.

Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Mér finnst skemmtilegt að vera í útiveru með börnunum.

Fannst þér erfitt að finna sumarvinnu?

Alls ekki, eina sem þurfti var einn tölvupóstur.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna?

Mér finnst hún mjög góð, mér finnst ungmenni vera að vinna mikið og margir að vinna með skóla.

Kristjana Hilmarsdóttir, starfsmaður Gimli.