Mannlíf

Sólótrip vestur á firði og svaf í Skódanum
María Líndal skellti sér víða í sumar. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði er vinstra megin. Myndir/M. Líndal
Fimmtudagur 5. september 2024 kl. 06:06

Sólótrip vestur á firði og svaf í Skódanum

María Líndal kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún skellti sér víða í sumar og gisti í bílnum sínum. Um Ljósanótt segir hún: „Þarna hittir maður svo marga og fólk er yfir höfuð glatt á hjalla þrátt fyrir að veðrið geti stundum verið leiðinlegt við okkur á þessum tíma.“

Hvernig varðir þú sumarfríinu? Ég var nú svo „heppin“ eða þannig að ég var ekki að vinna neitt í sumar þannig að ýmislegt skemmtilegt var gert. Ég tók t.d. sólótrip vestur á firði og svaf í Skódanum. Fór á ættarmót í Borgarfjörðinn, fór erlendis og tók nokkrar vel valdar göngur og styttri rúnta hér heima.

Hvað stóð upp úr? Myndi segja að ættarmótið og samveran með börnunum mínum og þeirra fjölskyldum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Afmælisgjöfin frá dætrunum sem gáfu mér ferð í Zipline í Hveragerði. Hlakka til að prufa það.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?  Hef ferðast mikið innanlands og þeir eru mjög margir uppáhalds staðirnir mínir og erfitt að gera upp á milli. Þórsmörk, Mývatnssveitin, Austurlandið, allt eru þetta fallegir staðir og svo mikið að skoða.

Hvað ætlar þú að gera í vetur? Við kórinn minn förum til Grikklands í október en annað óráðið.

Hvernig finnst þér Ljósanótt? Hún er frábær. Þarna hittir maður svo marga og fólk er yfir höfuð glatt á hjalla þrátt fyrir að veðrið getur stundum verið leiðinlegt við okkur á þessum tíma.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Reyni alltaf að mæta á árgangagönguna og svo finnst mér algjörlega ómissandi að kíkja á listasýningarnar og reyni að skoða þær sem flestar og byrja venjulega á fimmtudeginum með vinkonunum. Restin ræðst svo bara.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? Þegar dæturnar voru litlar og tóku þátt í setningunni með leik- og grunn-skól-um, slepptu blöðrum og flögguðu litum skólanna. Yndisleg minning og ég sakna blaðranna.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Já, árgangagangan, sýningarnar og svo syngjum við kórsystur alltaf í Duus húsum.

Frá Djúpavogi.