bygg 1170
bygg 1170

Mannlíf

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk Njarðvíkurskóla
Föstudagur 29. nóvember 2019 kl. 10:10

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk Njarðvíkurskóla

Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk Njarðvíkurskóla í vikunni.

Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenda handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni.

Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu.

Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir.

Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni.