Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Skúli Thoroddsen með nýja skáldsögu
ÍNA er ný skáldsaga eftir Skúla Thoroddsen. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 11:28

Skúli Thoroddsen með nýja skáldsögu

Skáldsagan ÍNA eftir Skúla Thoroddsen í Reykjanesbæ er komin út hjá bókaútgáfunni Sæmundi. ÍNA fjallar um atburði sem áttu sér stað í Öskju árið 1907 þegar tveir Þjóðverjar, Walter von Knebel jarðfræðingur og Max Rudloff listmálari, hurfu þar sporlaust. Ína, unnusta Walters, ferðast til Íslands ári síðar til að leita skýringa á því sem gerðist.

Til er ferðalýsing Ínu von Grumbkow, unnustu von Knebel, um þá ferð í íslenskri þýðingu. Bókin hennar, Ísafold, var meðal annars kveikjan að skáldsögu Skúla. Leið Ínu liggur víða um Ísland og óbyggðir landsins og kynni hennar af náttúru þess reynast afdrifarík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það veitti mér mikla ánægju að skrifa ÍNU,“ segir Skúli í samtali við Víkurfréttir. „Bók um landið sem ég þekki, um ljóð sem ég kunni og list sem ég unni.“

Á bókarkápu segir: „ÍNA er margþætt saga þar sem teflt er saman hræringum í evrópskum lista- og fræðaheimi, umbrotum í mikilfenglegri náttúru á hálendi Íslands og heitum mannlegum tilfinningum“.

tgáfu bókarinnar verður fagnað með léttum veitingum og ljúfum tónum í bókabúð Pennans/Eymundson, Krossmóa í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 10. október kl. 17:00 þar sem allir eru velkomnir.