Mannlíf

Skógarás fékk viðurkenningu fyrir umhverfisverndarverkefni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 09:42

Skógarás fékk viðurkenningu fyrir umhverfisverndarverkefni

Á dögunum hlaut Heilsuleikskólinn Skógarás verðlaun fyrir besta eTwinning verkefni síðasta skólaárs en það heitir „Litli vistfræðingurinn“ (The Little Ecologist). Verðlaunin voru veitt af landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi (Rannís) við hátíðlega athöfn.

Að sögn Þóru Sigrúnar Hjaltadóttur, skólastjóra er verkefnið hluti af „Eco Tweet“ en það er Erasmus+ verkefni skólans. Um er að ræða umhverfisverndarverkefni þar sem nemendur læra um leiðir til þess að gæta að umhverfinu og taka ákvarðanir þar af lútandi. Í verkefninu læra börnin m.a. um vistfræði, verndun dýra, gróðursetningu, tré, kryddplöntur, vatn og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar heimsóttu skólan af þessu tilefni og færðu honum bókagjöf í tilefni þessarar viðurkenningar.

Af þessu tilefni komu fulltrúar Rannís og tóku viðtal við  Ingibjörgu Lilju starfsmann skólans og gerðu kynningarmyndband sem fylgir fréttinni.