Lagardere
Lagardere

Mannlíf

Skapar minningar í myndum
Frá afhendingu myndinna fyrir jól.
Föstudagur 30. desember 2022 kl. 10:48

Skapar minningar í myndum

Það er foreldrum mikilvægt að skapa góðar minningar með börnunum sínum. Minningar í myndum eru ómetanlegar og Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir hefur verið dugleg að mynda dóttur sína, Ingibjörgu Aþenu, frá því hún fæddist á síðasta ári. 

Kamilla ákvað að skapa skemmtilegar myndir með dóttur sinni með einni stúdíómyndatöku í mánuði en sýnishorn af myndunum má sjá á þessari síðu. Nokkrar myndir úr seríunni hafa verið prentaðar út og færðar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gjöf. Myndirnar munu prýða veggi ungbarnaeftirlits HSS.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

„Ég er þeim svo ótrúlega þakklát fyrir frabært utanumhald hjá okkur Ingibjörgu,“ segir Kamilla, sem naut aðstoðar Merkiprents við að útbúa myndirnar sem hún gaf.

Myndirnar má sjá í myndasafni hér að neðan.

Skapar minningar með myndum