Nettó
Nettó

Mannlíf

Sirkus-smiðja og húllasýning í bókasafninu
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 14:57

Sirkus-smiðja og húllasýning í bókasafninu

Uppskeruhátíð Sumarlestursins 2018 fer fram föstudaginn 14. september kl. 16.30-17.30 í Bókasafni Reykjanesbæjar. 
Húlladúllan heldur sirkussmiðju með húllahringjum og kínverskum snúningsdiskum fyrir börn á öllum aldri. 

Þátttakendur í Sumarlestrinum 2018 eru sérstaklega hvattir til að mæta en öll börn eru að sjálfsögðu velkomin og fá allir glaðning með sér heim. 

Alls 300 krakkar tóku þátt í Sumarlestrinum í ár og var 30% aukning í þátttöku frá því í fyrra. Alls voru 7 duglegir lesendur dregnir út í sumar og fengu þau í verðlaun bók og fótbolta í tilefni fótboltasumarsins mikla.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs