Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

Samvera með  fjölskyldunni er mikilvæg á jólum
Laugardagur 26. desember 2020 kl. 07:34

Samvera með fjölskyldunni er mikilvæg á jólum

Jóhanna Halldórsdóttir er heimavinnandi og segist vera mikið jólabarn. Hún skreytir þó ekki eins mikið núna og áður.

– Ertu mikið jólabarn?

„Já.“

– Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra?

„Nei.“

– Skreytir þú heimilið mikið?

„Ekki nú orðið.“

– Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?

„Að vakna á aðfangadag og mamma og pabbi voru búin að skreyta jólatréð.“

– Hvað er ómissandi á jólum?

„Samvera með fjölskyldunni.“

– Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?

„Samvera með fjölskyldunni.“

– Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

„Já, það eru engin jól án vanilluhringja.“

– Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

„Rosalega misjafnt.“

– Hvenær setjið þið upp jólatré?

„Núorðið á Þorláksmessu.“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Annað tækifæri árið 2009.“

– Hvenær eru jólin komin fyrir þér?

„Þegar útvarpsklukkurnar hringja inn jólin.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

„Ekki reglulega.“