Mannlíf

Safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 11:55

Safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu

Ásdís Arna Gottskálksdóttir stofnandi góðgerðafélagsins Bumbuloní safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu.

Bumbuloní var stofnað í minningu Björgvins Arnars sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013. „Bumbuloní styrkir langveik börn og fjölskyldur þeirra fyrir jólin ár hvert í fjárfrekasta mánuði ársins, með peningastyrkjum léttum við undir og aukum lífsgæði langveikra barna. Bumbuloní er með úrvalsfólk í hlaupahóp í Reykjavíkurmaraþoninu og fer allt söfnunarfé til styrktar langveikum börnum fyrir jólin ásamt allri sölu varnings á www.bumbuloni.is þar sem vörur með listaverkum Björgvins Arnars eru seld,“ segir Ásdís.

Bumbuloní hefur nú stutt við 26 fjölskyldur og hefur það markmið að styrkja 12 fjölskyldur fyrir næstu jól. Þar sem Ásdís er fædd og uppalin í Keflavík hefur verið stefnan að styrkja eina til tvær fjölskyldur frá Suðurnesjum í hverri úthlutun.

Það skiptir miklu máli að samfélagið í heild sinni styðji við þennan hóp fjölskyldna sem standa í baráttu með börn sín alla daga, allan sólarhringinn.
Þeir sem vilja leggja þessu mikilvæga málefni lið mega fara inn á þessa slóð: www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/775/bumbuloni-godgerdafelag

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024