Mannlíf

Reykjanesið okkar er algjör paradís
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 31. maí 2020 kl. 08:18

Reykjanesið okkar er algjör paradís

Karen Ásta Friðjónsdóttir segir að 2020 hafi kippt sér niður á jörðina. „Ég fann ekki hvað ég var orðin spennt og á yfirsnúning og bara alltaf á fullu fyrr en allt var sett á stopp,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir.

– Nafn:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Karen Ásta Friðjónsdóttir.

– Fæðingardagur:

15. ágúst 1969.

– Fæðingarstaður:

Keflavík.

– Fjölskylda:

Gift Guðmundi Sigurðssyni, lögreglumanni, og eigum við fjögur börn, tvö tengdabörn og fjögur barnabörn.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Úff! Góð spurning, mig minnir að dans, söngur og hestamennska hafi spila þar inn í.

– Aðaláhugamál:

Fótbolti og ferðalög eru mér mjög kær.

– Uppáhaldsvefsíða:

Skoða nú margt og mikið en ætli þessar síður pompi ekki mest upp fotbolti.net og yr.no

– Uppáhalds-app í símanum:

Ætli ég noti ekki þessi öpp mest Spotify og Spilarann.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Hef nú ekki verið að hlusta mikið á hlaðvarp en HÆ HÆ er það fyrsta sm ég hugsa um.

– Uppáhaldsmatur:

Kjúklingabringur a la Gummi.

– Versti matur:

Hákarl og súrmatur, get bara ekki borðað það.

– Best á grillið:

Lambainnralæri í góðri mareneringu.

– Uppáhaldsdrykkur:

Vatnið hefur alveg átt mig síðustu árin en Pepsi er gott inn á milli.

– Hvað óttastu?

Aldrei pælt í óttanum. Ef ég myndi láta ótta ráða þá væri ég ekki sú persóna sem ég er í dag.

– Mottó í lífinu:

Lifðu lífinu lifandi. Þú veist aldrei hvað morgundagurinn bíður upp á.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Nú er ég orðlaus man ekki eftir neinni manneskju sem ég myndi vilja hitta.

– Hvaða bók lastu síðast?

Agatha Christie, Spilin á borðið.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Er alveg dottin í The Block og Fort Salem.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

Hasarmyndir og gamanmyndir engar ástarþvælur.

– Fylgistu með fréttum?

Fréttir jú, jú. Karlinn er algjör fréttaveita og þarf helst að hlusta og horfa á allar fréttir, svo ég hlusta með öðru eyranu og horfi með öðru auganu.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Hahaha! Leiðinlegustu mynd sem ég hef séð, Hellboy.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Verð að nefna þessa tvo; Sindra Þór Guðmundsson en hann spilar með meistaraflokki Keflavíkur og Sigurð Guðmundsson en hann spilar golf með Golfklúbbi Suðurnesja.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

Ææ, smá bobbi en ég verð að  nefna þau bæði Keflavík og Víðir Garði.

– Ertu hjátrúarfull?

Hjátrúarfull, já ekki spurning.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

90’s tónlist eða eiginlega næstum allt.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Þungarokk dauðans og leiðinlegur þáttastjórnandi.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Ég er heimavinnandi en hef í gegnum árin setið í hinum ýmsu stjórnum íþróttafélaga og er núna í stjórn Special Olympics á Íslandi.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Þurfti nú ekki að breyta neinu vegna vinnu en passa mig nú samt á öllu.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Það má með sanni segja að 2020 hafi kippt manni niður á jörðina. Ég fann ekki hvað ég var orðin spennt og á yfirsnúning og bara alltaf á fullu fyrr en allt var sett á stopp – en liðið mitt vill meina að ég sé ofvirk.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Ég er mjög bjartsýn á sumarið og mun njóta þess með fjölskyldunni eins og hægt verður.

– Hvað á að gera í sumar?

Sumarið verður áfram nýtt í að njóta og lifa. Eins verður eltingarleikur með fótboltann á eftir Keflavík og Víði.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Sumarfríið verðu tekið í haust (vonandi) og þá í smá sól og hita.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Fyrst væri auðvitað að fara með þau út á skaga. Þar sem orkan, sandurinn og vitarnir okkar eru. Síðan væri það Brúin á milli heimsálfa, Gunnihver, Brimketill og Stafnesið. Reykjanesið okkar er algjör paradís bæði að keyra um og að fara í göngur.