Mannlíf

Óvæntir götutónleikar Hobbitana
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 29. júlí 2019 kl. 09:37

Óvæntir götutónleikar Hobbitana

Hobbitarnir, ein langlífasta hljómsveit Sandgerðis, hélt óvænta götutónleika í Keflavík á föstudag. Sveitin kom sér fyrir framan við veitingavagn TACO BLESS á Hafnargötunni og lék fyrir gesti og gangandi.

Alveg eins og hljómsveitin tróð óvænt upp þá komu óvæntir gestir á tónleikana. Sveitin hafði vart byrjað að spila þegar á annan tug grindhvala birtust óvænt í næsta nágrenni. Hvalirnir drógu að sér mun meiri athygli en Hobbitarnir. En hvort það voru hljóðfæri Hobbitana sem drógu að hvalina skal ósagt látið.

Hobbitarnir hafa undanfarin ár staðið fyrir svokölluðum Snúru-tónleikum við tjaldstæðið í Sandgerði. Þeir tónleikar hafa ekki verið slegnir af í sumar en vænta má tilkynningar eftir verslunarmannahelgi.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs