Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Ör-spádómar og leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 10:04

Ör-spádómar og leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar

Ein af Ljósanætursýningum ársins í Duus Safnahúsum er sýning Reynis Katrínar, galdrameistara og skapandi listamanns. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir sem hefur stundað hugleiðslu um árabil segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Reynir velur að vinna einungis með náttúruleg efni, þ.e. steina, rekavið, ull og egg temperu og notast við liti sem hann finnur í íslenskri náttúru. 

Sunnudaginn 22. september frá kl. 12-17 verður hægt að hitta á Reyni í sýningu hans í Stofunni í Duus Safnahúsum. Klukkan 15:00 verður hann með sérstaka leiðsögn um sýninguna en auk þess býður hann upp á ör-spádóma fyrir gesti og gangandi. Ókeypis aðgangur er á sýninguna þennan dag sem og leiðsögnina en vægt gjald er tekið fyrir ör-spádóm. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024