Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Opin æfing hjá Kvennakór Suðurnesja í kvöld
Kvennakór Suðurnesja á tónleikum í Færeyjum.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 09:57

Opin æfing hjá Kvennakór Suðurnesja í kvöld

Nýtt söngár er hafið hjá Kvennakór Suðurnesja og spennandi verkefni sem bíða. Kórinn byrjaði söngárið á að syngja á hátíðardagskrá Sandgerðisdaga og Ljósanótt þar sem flutt voru nokkur frábær lög frá Dívutónleikunum sem haldnir voru í Stapa í vor.


Nú eru æfingar að hefjast á nýju prógrammi og verður haldin opin æfing miðvikudaginn 11. september. Söngelskum konum á öllum aldri sem hafa áhuga og langar að slást í hópinn er boðið að koma, taka þátt í æfingu og fara í inntökupróf. Þetta er góður vettvangur til að upplifa og læra meira í söng með frábærum stjórnanda og samstilltum hóp. Í ár er þemað fyrir vortónleikana okkar kvikmyndatónlist og er mikil tilhlökkun í hópnum að hefja æfingar á prógramminu, enda mikið af skemmtilegum lögum til að takast á við og njóta.


Æfingar verða í KK salnum, Vesturbraut 17-19 í Reykjanesbæ, alla miðvikudaga og raddæfingar verða á mánudögum. Farið verður í æfingabúðir í febrúar og áætlað er að tónleikarnir verði í apríl. Í maí tekur kórinn síðan þátt í landsmóti íslenskra kvennakóra sem verður haldið í Reykjavík þar sem nokkur hundruð kórkonur koma saman til að syngja og skemmta sér, það verður án efa mikil upplifun.


Opna æfingin verður eins og áður sagði miðvikudaginn 11. september og hefst hún kl. 20:00 í KK salnum.

Public deli
Public deli