Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Nýtur þess að ferðast og fara á skíði
Sigrún Hauksdóttir.
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 4. janúar 2020 kl. 08:07

Nýtur þess að ferðast og fara á skíði

Sigrún Hauksdóttir svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.

Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Margt gott stendur upp úr í einkalífinu hjá mér á árinu, t.d. heimsóknir fjölskyldumeðlima og langömmubarna til mín í Linz, Austurríki. Heimsókn 74 Oddfellowsystra til mín til Linz. Tvö fjölskyldubrúðkaup, áttunda langömmubarnið bættist í hópinn.

Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Já, ég fagnaði þeim áfanga að verða 73 ára, er með góða heilsu til að ferðast og njóta þess sem mér þykir best, að vera með fjölskyldu og vinum. Að geta enn verið með barnabarnabörnin og að geta enn farið á skíði mér til skemmtunar.

Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Opnun nýrra líknaherbergja á HSS sem var verkefni sem Oddfellowreglan á Suðurnesjum hefur staðið fyrir og gaf Suðurnesjamönnum til notkunar.

Strengir þú áramótaheit?
Hef aldrei strengt áramótaheit og kem til með halda þeirri hefð að eyða áramótum með fjölskyldu og vinum og fagna lífinu.