Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Nýárstónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Fimmtudagur 26. desember 2019 kl. 08:27

Nýárstónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Nýárstónleikar fara fram miðvikudaginn 1. janúar klukkan 20:00 í Ytri-Njarðvikurkirkju. Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum, söngleikjum, dægurlögum og fleira.

Flytjendur:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Rúnar Þór Guðmundsson - tenór

Alexandra Chernyshova - sópran

Steinar Matthías Kristinsson - trompet

Helgi Már Hannesson - píanóleikari

Stúlknakór Tónlistarskólans í Grindavík

Rúnar Þór lauk burtfararprófi með hæstu einkunn árið 2008 en hann hefur búið erlendis undanfarin ár og sungið í Noregi, Danmörku, Ítalíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann var í verðlaunasæti í alþjóðlegu söngvarakeppni Barry Alexsander í New York árið 2010.

Alexandra Chernyshova hefur einstaka rödd og útgeislun á sviði hvort sem hún fer með hlutverk Violettu Valery úr La Traviata eftir G. Verdi eða Ragnheiði úr „Skáldið og Biskupsdóttirin“. Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academic Musical Theater of Opera and Ballet. Sumarið 2013 kom hún fram í fyrsta skipti hjá New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar og DreamVoices. Árið 2014 var Alexandra valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi.

Helgi Hannesson lauk burtfararprófi vorið 2000 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Önnu Málfríðar Sigurðardóttur og hefur mjög víða komið við sem píanóleikari, t.d. á Spáni, Austurríki og all víða á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum þar sem hann lauk samtíðartónlistarnámi frá MI í Los Angeles.

Á efnisskrá eru aríur eftir Mozart, Verdi, Puccini, óperettutónlist eftir Lehar og alþýðutónlist leikin af Steinari Matthíasi Kristinsssyni sem lærði hjá Steven Emery við Boston Conservatory Music Theater and Dance. Steinar hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Brassbandi Reykjavíkur.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Reykjanesbæjar.

Þið sem viljið upplifa ógleymanlega alþjóðlega tónlistarveislu með frábærum flytjendum í byrjun árs í Reykjanesbæ verið hjartanlega velkomin í Ytri-Njarðvíkurkju þann 1. janúar kl. 20:00.

Miðaverð er 3.500 kr. almennt verð, 2.800 kr. eldri borgarar en frítt fyrir tólf ára og yngri. Miðasala á tix.is