Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Níræður með 340 skipti í lauginni
Andrés með Hafsteini Ingibergssyni og Jóni Newman.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 31. desember 2019 kl. 12:32

Níræður með 340 skipti í lauginni

Talsverð aukning hefur verið í Sundmiðstöð Keflavíkur en enginn kom þó oftar en hinn níræði Andrés Eggertsson, íbúi í Reykjanesbæ. „Þetta heldur mér gangandi. Ég reyni að mæta alla daga,“ sagði hann hress að vanda þegar forsvarsmenn Sundmiðstöðvarinnar verðlaunuðu Andrés að morgni Gamlársdags. Þá var gestum boðið í síld og kaffi.

Andrés mætti alls 340 sinnum í Sundmiðstöðina á árinu 2019 og þessir 25 dagar sem hann missti út voru m.a. út af því að kappinn þurfti að fara á sjúkrahús auk annarra persónulegra mála. Þá eru líka nokkrir dagar sem hreinlega er lokað.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Svona menn eru frábær fyrirmynd,“ sagði Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Reykjanesbæ.

Andrés sem fagnaði 90 ára afmæli sínu í haust syndir og fer í pottana, m.a. Í kalda pottinn sem hann situr í, í dágóða stund, og segir það vera mjög gott fyrir sig.

Á Gamlársdagsmorgun mættu margir af fastagestunum, einn þeirra var úr jólasveinafjölskyldunni í Noregi en hann heilsaði upp á gesti í heita pottinum.