Mannlíf

Myndi boða í  eitt gott partý ef Covid væri búið
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 8. maí 2021 kl. 08:21

Myndi boða í eitt gott partý ef Covid væri búið

Sindri Kristinn Ólafsson, háskólanemi, þjálfari og fótboltamaður, er bæði orðinn þreyttur á Covid en líka þakklátur. Hann gat varið meiri tíma með kærustunni. Hann hefur engin sérstök plön fyrir sumarið önnur en að vinna og spila fótbolta.

– Hvað er efst í huga eftir veturinn?

Að sumarið sé framundan.

– Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum?

Þakklæti.

– Hversu leiður ertu orðinn á Covid?

Ég er orðinn frekar leiður á því, viðurkenni það. Það er samt margt sem ég get persónulega verið þakklátur fyrir í Covid, eyddi meiri tíma með kærustunni minni heldur en hefði verið möguleiki. Sýnum smá Covid-þakklæti í allri neikvæðninni. Er samt orðinn þreyttur á því svo því sé haldið til haga.

– Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda?

Engin sérstök plön fyrir sumarið sjálft annað en að vinna og spila fótbolta. Annars er plönuð utanlandsferð í október þegar tímabilið er búið.

– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku?

Þá myndi ég boða í eitt gott partý og knúsa alla sem myndu mæta.

– Uppáhaldsmatur á sumrin?

Erfið spurning, ætla að segja pizza þar sem ég er sökker fyrir góðri pizzu.

– Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið?

Já ég er alltaf að komast meira og meira á grillvagninn. Folaldasteikin er langbest á grillinu svo það sé á hreinu.

– Uppáhaldsdrykkur á sumrin?

7up free á þennan leik.

– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)?

Keflavíkurvöll og Blue-höllina. Til vara myndi ég fara Bláa lónið líklegast.

Hver var síðasta bók sem þú last?

Hvíti Dauði eftir Ragnar Jónasson

– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna?

Þarf að nefna nokkur lög hérna en það er Ég var að spá með Rakel og JóaPé, Ástrós með Bubba Morthens og svo Walking in Memphis með Marc Cohn. Síðan er Fleiri í takinu með Gumma Tóta sturlað gott lag.

– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári?

Hvar á ég að byrja? Fyrst og fremst væri ég til í að sjá bætingu á aðstöðu íþróttafélagana í Reykjanesbæ. Við erum fjórða stærsta bæjarfélag landsins og íþróttafélögin okkar eru með aðstöðu vítt og dreift um bæinn í stað þess að mynda kjarna fyrir hvert og eitt félag. Setja meira púður í íþrótta- og æskulýðsstarf. Höldum síðan áfram að fegra bæinn okkar með listaverkum og gera upp götur og hús.