Mannlíf

Mikill áhugi á sagnastund á Garðskaga
Laugardagur 12. nóvember 2022 kl. 08:25

Mikill áhugi á sagnastund á Garðskaga

Mikill áhugi var fyrir sagnastund á Garðskaga í vikunni þar sem varðskipið Óðinn var til umfjöllunar. Egill Þórðarson loftskeytamaður sagði frá varðskipinu Óðni en hópur fyrrum áhafnarmanna og annarra áhugasamra hafa unnið ómælt við að halda skipinu siglingahæfu og er því siglt við hátíðleg tækifæri.

Það var áhugahópur um sagnastund á Garðskaga sem stóð fyrir viðburðinum á veitingahúsinu Röstinni og var húsfyllir á þessum fyrsta viðburði en aðgangur var ókeypis og þá var byggðasafnið opið við þetta tilefni.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri og sýna þar þéttskipaðan salinn á Röstinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Egill Þórðarson loftskeytamaður fór yfir sögu varðskipsins Óðins í sagnastund á Garðskaga á þriðjudaginn.