Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar
Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar

Mannlíf

Mikil gleði á Sjóaranum síkáta í Grindavík
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 18:59

Mikil gleði á Sjóaranum síkáta í Grindavík

Kátt var á hjalla í Grindavík í dag þegar sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti var haldin hátíðleg. Ýmis konar dagskrá var í boði fyrir unga sem aldna og Grindvíkingar og gestir hópuðust saman víðs vegar um bæinn.

Skemmtisigling, leiktæki, tónlistaratriði og andlitsmálun var meðal þess sem boðið var upp á í dag og stemningin heldur áfram í Grindavík langt fram á kvöld. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir á hafnarsvæðinu í dag en fleiri myndir verða birtar í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs