Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Manstu eftir Eydísi? Miðasala hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur
Fimmtudagur 6. júní 2019 kl. 14:34

Manstu eftir Eydísi? Miðasala hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur

Miðasala er hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur í ár, Manstu eftir Eydísi? sem að þessu sinni verður haldin í Hljómahöll. Sýningin er tímaferðalag aftur til áranna þegar Eydís var ung, þar sem koma við sögu Hensongallar og Don Cano, Tab og Sinalco, kvikmyndastjörnurnar Stallone, Michael J. Fox, Molly Ringvald og Demi More og síðast en ekki síst verður tónlistin í aðalhlutverki. Þar má nefna Duran Duran, Wham, Simple Minds, Bruce springsteen og Blondie svo ekki sé minnst á ballöður Foreigner.

Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Jón Jósep, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Hera. Jóhanna Guðrún hefur áður sungið Með blik í auga en hinir söngvararnir eru nýliðar á sýningunni sem nú er haldin í 9. sinn.
Þar sem Hljómahöll tekur færri gesti í sæti en Andrews Theate verða menn að hafa hraðar hendur en miðafjöldi verður takmarkaður á sýninguna. Boðið verður upp á þrennar sýningar líkt og áður. Frumsýning er 4. september kl. 20 og tvær sýningar verða í Hljómahöll á sunnudeginum 8. september kl. 16 og 20.00
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024