Mannlíf

Mannfjöldi á þrettánda í Reykjanesbæ
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 8. janúar 2019 kl. 09:18

Mannfjöldi á þrettánda í Reykjanesbæ

Þátttaka í hátíðarhöldum á þrettándanum í Reykjanesbæ hefur sjaldan verið eins mikil og í ár. Mannfjöldi safnaðist saman við Hafnargötuna í Keflavík til að kveðja jólin en auk bæjarbúa voru þarna álfar, tröll og púkar.
 
Áður en formleg dagskrá hófst við Hafnargötu var bæjarbúum boðið að taka þátt í luktarsmiðju í Myllubakkaskóla og þaðan fór einnig fjölmenn skrúðganga undir forystu álfadrottningar og álfakonungs. Herlegheitunum lauk svo með fallegri flugeldasýningu sem þó var í styttri kantinum þetta árið. 
 
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson. Fleiri myndir í Víkurfréttum í þessari viku.

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024