Sandgerðisdagar
Sandgerðisdagar

Mannlíf

Málþing um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna
Listahátíð barna í Reykjanesbæ 2019.
Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 10:00

Málþing um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna

-Út að leika!

Reykjanesbær í samstarfi við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, stendur fyrir málþingi um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna sem er liður í Barnahátíð í Reykjanesbæ sem nú stendur yfir.
Aðalfyrirlesari á málþinginu er Griffin Longley, ástralskur fjölmiðlamaður og frumkvöðull í útiveru og frjálsum leik barna. Griffin er stofnandi og framkvæmdastjóri Nature Play í Ástralíu. Auk Griffins mun Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima og 88 hússins, kynna áherslur í starfsemi þeirra. Þinginu lýkur svo með erindi Björns Þórs Jóhannssonar mannfræðings og viðburðarstjórnanda um mikilvægi leikja og hópeflis með börnum og unglingum en hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum þessu tengdu.

Griffin Longley.


Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Fjölbreytt dagskrá um helgina - Allir velkomnir!
Málþingið fer fram föstudaginn 10. maí frá kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Keilis að Gænásbraut 910. Málþingið stendur öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Reykjanesbær mun einnig standa fyrir ævintýragöngu á Þorbjörn fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 11. maí í samstarfi við Gönguhóp Suðurnesja, Björgunarsveitina Suðurnes og Leikfélag Keflavíkur. Gangan leggur af stað frá bílastæðum við Þorbjörn kl. 10:30 og verður full af lífi og fjöri. Gangan er liður í Barnahátíð í Reykjanesbæ.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs