Mannlíf

Lokaorð Margeirs: Ókyrrð í lofti
Margeir Vilhjálmsson.
Föstudagur 31. maí 2019 kl. 06:00

Lokaorð Margeirs: Ókyrrð í lofti

Það er ljóst af nýjustu fréttum í ferðaþjónustunni að næstu mánuðir verða erfiðir á Suðurnesjum. „Þið hafið flugvöllinn“ er ekki jafn spennandi setning og hún var fyrir nokkrum misserum, nema verið sé að tala um nýja Hvassahraunsflugvöllinn sem lattelepjandi miðborgarbúar vilja byggja ofan á vatnsbólum Suðurnesjamanna.

Boeing 737 MAX vélar Icelandair sem standa kyrrsettar við flugskýli á Ásbrú eru lýsandi fyrir stöðuna. Við erum ekki bara búin að missa WOW, heldur erum við búin að missa aðra eins afkastagetu út úr Icelandair sem ætlaði að vera með 9 MAX vélar í fullum rekstri í sumaráætlun sinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga hljóta að fagna. Flugumferð minnkar og ekkert að frétta af kísilverinu.

Hvar eru ný störf á svæðinu í stað þeirra sem hverfa á braut?  Fást laun fyrir að vera mótmælandi? Er einhver nýsköpun á Suðurnesjum sem skapað getur tugi eða hundruð starfa á komandi misserum?

Kannski bara að treysta á Trump, að við fáum herinn aftur? Eða flugvallarhraðlestina til Reykjavíkur?