Mannlíf

Ljúffengir snúðar og kleinuhringir í appelsínugulu átaki Soroptimista
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 17:08

Ljúffengir snúðar og kleinuhringir í appelsínugulu átaki Soroptimista

Appelsínugular vegan-sápur og snúðar og kleinuhringir með appelsínugulu kremi standa Suðurnesjamönnum til boða í árlegu átaki Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Átakið hófst í dag, 25. nóvember, og stendur í sextán daga. Átakið er alþjóðlegt og heitir „Roðagyllum heiminn“.

Hér eru þær Svanhildur Eiríksdóttir og Guðrún Antonsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur ásamt Sigurjóni Héðinssyni, bakarameistara í Sigurjónsbakaríi, sem gefur allan ágóða af sölu appelsínugulu snúðanna og kleinuhringjanna átaksins. VF-mynd/pket.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024