Mannlíf

Ljósanæturfjörið heldur áfram í dag
Frá söngstund í Ráðhúsinu nú í hádeginu.
Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 12:53

Ljósanæturfjörið heldur áfram í dag

Ljósanæturfjörið heldur áfram í dag. Í hádeginu spilaði starfsfólk Ráðhússins í söngstund undir stjórn bæjarstjóra. Götupartý verður í dag við útisvið neðar í Tjarnargötunni. Við Reykjanesvita verður konungleg athöfn kl. 14:00 þegar skjaldamerki Kristjáns IX verður afhjúpað.
 
Sýningarnar opna síðan hver á fætur annarri en einn athyglisverðasti dagskrárliður dagsins er án efa tónleikar með S.Hel og sýning á myndinni Battleship Petemkin í Bókasafni Reykjanesbæjar eða miðju Ráðhússins. Píanóið leikur lykilhlutverk í tónlistinni en það er umvafið elektrónískum hljóðheimi.
 
Kjötsúpa Skólamatar verður á sínum stað við Smábátahöfnina í kvöld þegar slegið verður upp Bryggjuball. Tónlistin mun svo duna fram eftir nóttu, fyrsta á Heimatónleikum í gamla bænum en þaðan færist fjörið inn á skemmti- og veitingastaði bæjarins.

Public deli
Public deli