Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

Ljóðasamkeppni á Ljósanótt
Mánudagur 1. júlí 2019 kl. 06:00

Ljóðasamkeppni á Ljósanótt

Bryggjuskáldin efna til ljóðasamkeppninnar Ljósberinn á Ljósanótt. Reglur eru einfaldar: Ljóðið má ekki hafa birst áður og æskilegt er að það fjalli um Suðurnesin á fallegan og jákvæðan hátt og þemað er „ÆSKAN“. Ljóðinu skal skilað á ljosanott@ljosanott.is fyrir 12. ágúst og þar skal eftirfarandi koma fram: Fullt nafn, dulnefni, netfang, nafn og símanúmer.

Dómnefnd skipa: Anton Helgi Jónsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðmundur Magnússon og Hrafn Harðarson. Verðlaun fyrir besta ljóðið er verðlaunagripur eftir Pál á Húsafelli og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu.

Vinningsljóðin verða tilkynnt á Ljósanótt 2019. Vinningshafar munu lesa upp ljóðin sín á viðburði í Duus Safnahúsum sem auglýstur verður betur síðar.