Mannlíf

Ljóðagerðin hjálpar mér þegar ég fæ erfiðar hugsanir
Helena les upp úr ljóði sem hún samdi í Bókasafni Sandgerðis á dögunum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. febrúar 2020 kl. 07:15

Ljóðagerðin hjálpar mér þegar ég fæ erfiðar hugsanir

segir Helena Rós Gunnarsdóttir, 22 ára ljóðskáld úr Keflavík

„Ég skrifa á hverjum degi texta og ljóð í litla dagbók og það hjálpar mér, sérstaklega þegar manni líður ekki nógu vel eða er að kljást erfiðar hugsanir,“ segir Helena Rós Gunnarsdóttir, 22 ára ljóðskáld í Keflavík. Hún flutti tvö ljóð á Skáldaskáp í Sandgerði.

Hún segir að viðfangsefnin séu af ýmsum toga og ljóðagerðin hjálpi sér og gleðji. Helena hefur haldið dagbók lengi en hún samdi sitt fyrsta ljóð til afa síns þegar hún var þrettán ára. Helena samdi síðan lítið á meðan hún var í framhaldsskóla en tók til við skáldskapinn aftur eftir það.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Helena með Gunnhildir Þórðardóttur sem stendur að Skáldaskáp. VF-myndir/pket.