Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Litríkur bær
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 21. júlí 2020 kl. 07:27

Litríkur bær

Reykjanesbær er að verða litríkur og risastórar veggjamyndir setja svip sinn á bæinn þetta sumarið. Listafólk og gjörningahópar setja mark sitt á bæinn þar sem hvert listaverkið á fætur öðru hefur orðið til síðustu vikur. Þá hafa jafnvel heilu göturnar verið málaðar í öllum regnbogans litum. Þeir Páll Ketilsson og Hilmar Bragi fóru um bæinn og mynduðu listaverkin. Fleiri verk eru í vinnslu og verður þeim gerð skil síðar. Njótið!

Fæddist með tvo hægri fætur

Fjöllistahópurinn Hughrif í bæ málaði mynd af skessunni á vegg Svarta Pakkhússins í Reykjanesbæ. Hópurinn fékk til liðs við sig myndlistarmanninn Brynjar Inga Lyngberg sem aðstoðaði við að koma hugmyndum hópsins á vegginn.

„Eins og glöggir vegfarendur taka eftir má sjá að skessan fæddist með tvo hægri fætur og er dálítið hölt fyrir vikið. Hún er mjög stolt af fótunum sínum og finnst alls ekkert verra að hafa tvo hægri fætur. Hún er flott eins og hún er. Skessan er komin í sitt fínasta púss enda vildi hún gera sig fína til að fara niður í bæ,“ segir á Facebook-síðu Reykjanesbæjar.