Mannlíf

Listaverk í Thorkelli-stofu í Akurskóla
Sunnudagur 17. október 2021 kl. 07:34

Listaverk í Thorkelli-stofu í Akurskóla

Í mars 2004 þegar fræðsluráð Reykjanesbæjar ákvað að nafn nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík skyldi vera Akurskóli var ákveðið á sama tíma að upplýsinga- og bókasafn skólans skyldi heita Thorkelli-stofa. Nafnið er til heiðurs Jóni Þorkelssyni Thorchillius, Skálholtsrektor, sem er fæddur í Innri-Njarðvík og bókagjöf hans til barna í Njarðvíkursókn á sínum tíma.

Á síðasta skólaári unnu nemendur í 7. bekk listaverk til að gera nafni upplýsinga- og bókasafnsins hærra undir höfði. Listaverkinu hefur nú verið komið fyrir og prýðir vegg skólans þegar gengið er upp stigann. Verkið var unnið undir handleiðslu Helgu Láru Haraldsdóttur, myndlistarkennara.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag