VSFK
VSFK

Mannlíf

Leiðsagnir um Listasafn Reykjanesbæjar á morgun
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. janúar 2020 kl. 16:48

Leiðsagnir um Listasafn Reykjanesbæjar á morgun

- Ágústmyndir Septembermanna og FÖR

Nú líður senn að lokum tveggja sýninga í Listasafn Reykjanesbæjar og munu aðstandendur þeirra taka á móti gestum á laugardag, 11. janúar, kl. 14:30 og 15:00.

Kl. 14:30 spjallar Elva Hreiðarsdóttir við gesti í sýningu sinni FÖR en um er að ræða verk unnin með blandaðri tækni og einþrykk.

Kl. 15:00 tekur Aðalsteinn Ingólfsson á móti gestum í listasal á sýningunni Ágústmyndir Septembermanna - Myndir úr safni Braga Guðlaugssonar. Á sýningunni eru verk eftir þrettán íslenska listamenn sem endurspegla mikið umbrotaskeið íslenskrar myndlistar, verkin sem kynslóð eftirstríðsáranna gerði í aðdraganda myndlistarbyltingarinnar sem kennd er við Septembersýningarnar 1947-1952.

Ókeypis aðgangur verður á leiðsagnirnar, heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.