Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Kvennakór Suðurnesja og Heklurnar syngja í Bíósal Duus Safnahúsa 17. maí
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 12:36

Kvennakór Suðurnesja og Heklurnar syngja í Bíósal Duus Safnahúsa 17. maí

Föstudagskvöldið 17. maí fær Kvennakór Suðurnesja góða gesti í heimsókn. Kvennakórinn Heklurnar úr Mosfellsbæ mun heimsækja Suðurnesin og af því tilefni halda kórarnir sameiginlega tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa þar sem þeir flytja hluta af vorprógrömmum sínum en báðir kórarnir hafa nýlokið við að halda vortónleika.
 
Dagný Þ. Jónsdóttir stjórnar báðum kórunum.
 
Heklurnar héldu vortónleika sína í Guðríðarkirkju þann 9. maí undir yfirskriftinni "Skrýtið og skemmtilegt" og voru þar margar tónlistarperlur auk þess sem kórinn flutti nokkur skrýtin og skemmtileg lög úr ýmsum áttum við mikinn fögnuð gesta. Kórinn flytur hluta af þessu prógrammi á tónleikunum. Meðleikari á píanó er Kristján K. Bragason.
 
Kvennakór Suðurnesja hélt sína vortónleika undir yfirskriftinni "Dívur" í Stapa, Hljómahöll, 7. maí sl. fyrir fullu húsi. Þar flutti kórinn ásamt hljómsveit vinsæl lög sem sungin hafa verið af innlendum og erlendum söngdívum. Kórinn mun flytja hluta af því prógrammi með hljómsveitinni á tónleikunum í Duus. Hljómsveitina skipa þau Geirþrúður Fanney Bogadóttir píanó, Karl S. Einarsson bassi, Sigurður B. Ólafsson gítar og Þorvaldur Halldórsson trommur. 
 
Kórarnir munu síðan stíga á stokk saman og syngja nokkur lög.
 
Miðaverð er 1500 kr. Miðasala við innganginn og hjá kórkonum.

Public deli
Public deli