Mannlíf

Kvartett Ólafs Jónssonar hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar
Mánudagur 26. september 2022 kl. 11:44

Kvartett Ólafs Jónssonar hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar

Kvartett Ólafs Jónssonar hjá Jazzfjelaginu fimmtudaginn 29. október. 

Saxófónleikarinn Ólafur Jónsson hefur komið við í íslensku tónlistarlífi og leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna. Hann sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk, Tími til kominn, árið 2017 sem var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónsmíðar og skífuna sjálfa. Á tónleikununm verður boðið upp á sambland af eigin tónsmíðum af fyrrnefndum diski ásamt uppáhaldsjassstandördum.

Ásamt Ólafi koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick sem leikur á trommur.

Optical studio
Optical studio

Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook.

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja, Félagi Íslenskra Hljómlistarmanna, Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og Samkaup.