Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Konur í aðalhlutverkum á 17. júní
Salka Lind Reinhardsdóttir, nýstúdent og dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fór með ljóð í hlutverki fjallkonunnar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. júní 2020 kl. 15:40

Konur í aðalhlutverkum á 17. júní

Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Reykjanesbæ voru með örlítið breyttu sniði en undanfarin ár en þó var haldið í nokkrar gamlar hefðir. Stærsta breytingin var sú að ekki var vegleg dagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík en þar var þó fánahylling, flutt ræða dagsins og fjallkonan fór með ljóð.

Hátíðarguðsþjónusta var í Keflavíkurkirkju undir stjórn sr. Fritz Jörgenssonar og skátar frá Heiðarbúum og lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar gengu inn í skrúðgarðinn undir hljómum sveitarinnar. Inga María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri, dró stærsta fána landsins að húni með hjálp skátanna. Karlakór Keflavíkur söng þjóðsönginn og Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flutti þjóðhátíðarræðuna. Salka Lind Reinhardsdóttir, nýstúdent og dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fór með ljóð í hlutverki fjallkonunnar. Jóhann F. Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, setti dagskránna og Kjartan Már Kjartansson stýrði samkomunni sem var streymt á Facebook-síðu Víkur-frétta og Reykjanesbæjar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Síðan voru viðburðir hjá íþróttafélögum og kaffisala í Keflavík og Njarðvík. Söfn og sundmiðstöð voru opin og sundlaugarpartý fyrir ungmennin. Þá var pylsupartí og skemmtiatriði í Fjörheimum þar sem Ingó veðurguð tók lagið.

Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem voru nokkrir í skrúðgarðinum. Ekki var boðið upp á skemmtidagskrá þar vegna veirutakmarkana.

Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flutti þjóðhátíðarræðuna.

Inga María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri, dró stærsta fána landsins að húni

Skátar frá Heiðabúum voru að venju í merkilegu hlutverki.

17. júní 2020