Mannlíf

Kleinur og vöfflur urðu að billjardborði
Mánudagur 2. nóvember 2020 kl. 07:54

Kleinur og vöfflur urðu að billjardborði

Í Miðhúsum í Sandgerði er frábær starfsemi sem er í boði fyrir 60+, öryrkja og þá sem eru án atvinnu. Þar er fríður hópur kvenna sem er með kleinu- og vöfflusölu árlega á Sandgerðisdögum. Einnig selja þær handunnar vörur en að mestu prjónavörur í Miðhúsum. Ágóðan nota þær til að gefa af sér og í þetta skiptið gáfu þær félagsstarfinu veglegt billjardborð.

Hópurinn kallar sig Vinnufúsar hendur og samanstendur af tveimur starfsmönnum, Anne Lise Jensen (sem vantar reyndar á myndina) og Líney Baldursdóttir. Ásamt þeim eru félagskonurnar Heiða Sæbjörnsdóttir, Svala Guðnadóttir, Áslaug Torfadóttir, Fanney Sæbjörnsdóttir, Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Elsa Þorvaldsdóttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024