Mannlíf

Klárar jólagjafakaupin stundum á útsölum í janúar
Miðvikudagur 23. desember 2020 kl. 07:16

Klárar jólagjafakaupin stundum á útsölum í janúar

Klárar jólagjafakaupin stundum á útsölum í janúar Einvarður Jóhannsson er íþróttakennari en er í leyfi í vetur og starfa nú sem ökukennari í fullu starfi í geggjuðu veðri á Akureyri. Hann segir jólaljósin hafa farið upp fyrr í ár en í fyrra hjá öðrum en honum sjálfum.

– Ertu mikið jólabarn?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Nei, ég er mun nær Grinch heldur en jólabarninu.“

– Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra?

„Já, örugglega hjá einhverjum öðrum en mér.“

– Skreytir þú heimilið mikið?

„Nei, það fá aðrir á heimilinu að sjá alfarið um það.“

– Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?

„Já, þá var amma að fá sér karmellusósu á ísinn sinn ... alltof löng saga til að segja frá hér.“

– Hvað er ómissandi á jólum?

„Piparkökur og mandarínur. Þá eru súkkulaðibitakökur eftir mömmu uppskrift alveg ómissandi.“

– Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?

„Að borða góðan mat.“

– Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

„Konan mín og miðjudóttirin sjá alfarið um baksturinn.“

– Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

„Rétt fyrir lokun á aðfangadag og stundum á útsölum í janúar.“

– Hvenær setjið þið upp jólatré?

„Á Þorláksmessu ef ég fæ að ráða.“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Sem ég hef fengið  munu vera allar gjafir sem ég hef getað borðað, ég er alltaf til í góðan mat.“

– Hvenær eru jólin komin fyrir þér?

„Þegar sest er niður og borðað á aðfangadag.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

„Nei, þar er ég ekki að standa mig.“