Mannlíf

Kiwnisklúbburinn Hof 50 ára
Jóhanna Einarsdóttir, umdæmisstjóri Kiwanis á Íslandi og í Færeyjum, skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 13. nóvember 2022 kl. 08:27

Kiwnisklúbburinn Hof 50 ára

50 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Hofs var fagnað formlega á dögunum með kaffisamsæti í félagsheimili klúbbsins í Garði. Klúbburinn var stofnaður 26. júní árið 1972. Við það tækifæri voru afhentar gjafir frá Hofi til Tónlistarskólans í Garði, Gerðaskóla og félagsstarfs ungmenna. Fyrr á árinu voru afhentar gjafir til félagsstarfs í Auðarstofu og dagdvalar aldraðra á Garðvangi.

Nemendur við Tónlistarskólann í Garði sungu og spiluðu fyrir afmælisbarnið og því voru einnig færðar gjafir.

Optical studio
Optical studio

Margir góðir gestir heiðruðu Kiwanisklúbbinn Hof á þessum tímamótum og m.a. var Jóhanna Einarsdóttir umdæmisstjóri Kiwanis á Íslandi og í Færeyjum í veislunni.

Hof er ekki fjölmennur klúbbur. Félagsmenn eru aðeins átta talsins en þeir funda tvisvar í mánuði og eru með öflugt starf, þrátt fyrir fáa félaga.

Tónlistarfólk úr Garði gladdi gesti í afmælisveislunni. VF-myndir: Hilmar Bragi

Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Hofs, Birta Rós Sigurjónsdóttir frá Tónlistarskólanum í Garði og Magnús Eyjólfsson, formaður fjáröflunarnefndar.


Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, ávarpaði gesti.